fim 18.ágú 2022
Lengjudeild kvenna: Markalaust í toppslagnum
FH er áfram taplaust á toppnum
FH 0 - 0 HK
Lestu um leikinn

FH og HK gerðu markalaust jafntefli í toppslag Lengjudeildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld.

Úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum, sem var stórskemmtilegur fyrir augað.

Markverðirnir, Aldis Guðlaugsdóttir og Audrey Rose Baldwin, voru í því að verja á báðum endum vallarins.

Aldís átti nokkrar góðar vörslur á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik og Audrey var vel á verði í marki gestanna og varði skalla frá Vigdísi Edda Friðriksdóttir í slá og yfir.

Rannveig Bjarnadóttir, leikmaður FH, átti skot í stöng, en inn vildi boltinn ekki. FH var betri aðilinn í þeim síðari en liðin skildu jöfn, 0-0.

FH er áfram taplaust á toppnum með 37 stig en HK í öðru sæti með 33 stig.