fös 02.sep 2022
Championship: Jay Rodriguez sjóðandi heitur
Jay Rodriguez

West Brom 1 - 1 Burnley
0-1 Jay Rodriguez ('30 , víti)
1-1 Brandon Thomas-Asante ('90 )Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá Burnley þegar liðið heimsótti WBA í Championship deildinni á Englandi.

Burnley fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik. Jay Rodriguez steig á punktinn og skoraði. Þetta er fjórða mark hans í sex leikjum á leiktíðinni til þessa.

Jóhann Berg kom inná sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik.

WBA var betri aðilinn í leiknum og það skilaði sér þegar átta mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma þegar Thomas-Asante Brandon tryggði liðinu eitt stig.

Burnley er í 2. sæti með 13 stig eftir átta leiki. Stigi á eftir Sheffield United sem á leik til góða. WBA er í 13. sæti með 9 stig.