mið 07.sep 2022
[email protected]
Haaland sá yngsti til að skora 25 mörk í Meistaradeildinni
 |
Erling Braut Haaland skoraði tvö í kvöld |
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 25 mörk en hann þá þeim áfanga með því að gera tvö mörk í 4-0 sigri Manchester City á Sevilla í kvöld.
Haaland skoraði eitt mark í fyrri hálfleiknum og bætti svo við öðru í síðari og hefur hann nú gert tólf mörk í átta leikjum í öllum keppnum fyrir Man City.
Hann náði merkilegum áfanga í kvöld en hann hann er yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 25 mörk í keppninni.
Bætti hann þar met Kylian Mbappe. Frakkinn var 22 ára og 80 daga gamall er hann skoraði 25. mark sitt í keppninni en Haaland 22 ára og 47 daga gamall.
Er þetta næsta stóra einvígi framtíðarinnar? Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið að etja kappi í rúman áratug en nú virðast þeir Haaland og Mbappe tilbúnir að taka við keflinu.
|