mán 12.sep 2022
Spánn: Osasuna stigi á eftir Barcelona
Chimy Avila

Almeria 0-1 Osasuna
0-1 Chimy Avila ('28)Almeria fékk Osasuna í heimsókn í síðasta leik fimmtu umferðar spænsku deildarinnar í kvöld.

Osasuna hefur byrjað tímabilið vel en liðið var með þrjá sigra og eitt tap fyrir leikinn í dag. Með sigri í kvöld myndi liðið jafna Betis að stigum í 3.-4. sæti en eini tapleikurinn kom gegn Betis.

Almeria var með 1 sigur, 1 jafntefli og tvö töp fyrir leik kvöldsins.

Osasuna var sterkari aðilinn í leiknum og skoraði fyrsta mark og eina mark leiksins eftir tæplega háfltíma leik. Það var Chimy Avila sem kom boltanum í netið.