þri 13.sep 2022
Sagði Muller að passa sig að senda ekki á Lewandowski

Bayern Munchen fær Barcelona í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld.Robert Lewandowski leikmaður Barcelona mætir þar á sinn gamla heimavöll. Hann er ótrúlegur markaskorari en hann skoraði 238 mörk í 253 leikjum í búningi Bayern. Hann er búinn að skora sex í fimm leikjum fyrir Barcelona.

Thomas Muller leikmaður Bayern spilaði með Lewandowski hjá félaginu en Sadio Mane var fenginn til félagsins frá Liverpool eftir að Lewandowski fór.

Mane og Muller eru greinilega léttir fyrir leikinn.

„Mane hefur veirð að grínast með það síðustu tíu daga að ég þurfi að passa mig á því að senda ekki óvart á Lewandowski," sagði Muller.