mið 14.sep 2022
Gagnrýnir Tottenham fyrir að hafa ekki mætt til leiks í gær
Tottenham spilaði illa í gær.

Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, gagnrýndi spilamennsku liðsins eftir tapleikinn gegn Sporting Lissabon í Meistaradeild Evrópu í gær en Jenas segir að liðið hafi hreinlega ekki mætt til leiks.



Sporting var betra liðið á vellinum og uppskar að lokum sigur en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma.

Jenas var að fjalla um leikinn á BT Sport í gær en hann var ekki sáttur við það sem hann sá frá sínu gamla félagi.

„Sporting átti þetta skilið að mínu mati. Það kom tímapunktur í leiknum þar sem hvorugt liðið átti skilið að vinna en Tottenham mætti bara ekki til leiks í kvöld (í gær), ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Jenas.

„Þeir komust upp með þetta gegn Marseille í 65 mínútur og náðu í úrslit en rauða spjaldið sem Marseille fékk hjálpaði mikið. Þeir mættu aftur ekki til leiks í kvöld (í gær)."

„Hugo Lloris hélt liðinu í leiknum með flottum vörslum. Frammistaðan hjá nokkrum einstaklingum var slöpp."

Peter Crouch var með Jenas í stúdíóinu og tók hann undir orð hans.

Tottenham er með þrjú stig eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni en Sporting situr á toppi riðilsins með sex stig.