mið 14.sep 2022
Enski boltinn - Norðrið gegn suðrinu í stjörnuleik
Todd Boehly, eigandi Chelsea.
Gummi og Steinke settust niður í dag og tóku upp aukaþátt af Enski boltinn hlaðvarpinu.

Það hefur ekkert verið spilað í ensku úrvalsdeildinni upp á síðkastið út af virðingu við drottninguna. Það má samt deila um það hversu mikil virðing það sé að spila bara ekki og hvort hún hefði viljað það.

Í þættinum var aðallega rætt um skemmtilega hugmynd sem Todd Boehly, eigandi Chelsea, henti fram í gær um stjörnuleik í enska boltanum. Gummi og Steinke settu upp sín stjörnulið: Norðrið gegn suðrinu.

Þátturinn er í boði White Fox, en það er bara fyrir 18 ára og eldri. Munið það.

Þáttinn má nálgast í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.