mið 14.sep 2022
Potter: Eigum bara eftir að verða betri
Graham Potter á hliðarlínunni í kvöld
Graham Potter, stjóri Chelsea, var ánægður með framlag liðsins í 1-1 janteflinu gegn RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Chelsea komst yfir með marki frá Raheem Sterling í byrjun síðari hálfleiks og fékk færin til að loka leiknum. Noah Okafor refsaði Chelsea með jöfnunarmarki fimmtán mínútum fyrir lok leiksins.

Enska liðið fékk nokkur góð færi undir lokin en gat ekki gert út um leikinn og lokatölur því 1-1.

Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Graham Potter, en hann var ánægður við framlag liðsins.

„Við erum vonsviknir með úrslitin. Mér fannst strákarnir gefa allt í þetta. Við skoruðum gott mark en misstum dampinn í síðari hálfleiknum. Markvörðurinn hjá þeim varði samt nokkrum sinnum mjög vel."

„Það er bara eins og það er. Við verðum bara taka þessu. Við eigum bara eftir að verða betri. Við fengum Raheem oft í einn á móti einum og þetta mark sýndi að það gekk vel."

„Það er alltaf pirrandi að fá mark á sig. Varnarleikurinn var í heildina mjög góður. Það eru bara nokkur smáatriði sem við þurfum að bæta."

„Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir strákana en þeir hafa brugðist vel við síðustu daga og það er það sem við tökum úr þessu og bætum. Viðhorfið hefur verið frábært og hef ég ekki yfir neinu að kvarta fyrir utan það að hafa ekki tekið öll stigin,"
sagði Potter.