fim 15.sep 2022
Szczesny gæti spilað um helgina
Wojciech Szczesny.
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny tók þátt í æfingu Juventus í dag en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla.

Szczesny gæti mögulega spilað gegn Monza um helgina, í síðasta leik Juve fyrir landsleikjagluggann.

Varamarkvörðurinn Mattia Perin stóð í rammanum í gær þegar Juventus tapaði fyrir Benfica í Meistaradeildinni.

Liðið hefur aðeins unnið tvo af átta í öllum keppnum og er fjórum stigum á eftir efstu liðum ítölsku A-deildarinnar. Pressan á stjóra liðsins, Massimiliano Allegri, eykst.