fös 16.sep 2022
[email protected]
Haaland og Arteta bestir í ágúst
Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland hefur verið valinn leikmaður mánaðarins fyrir ágúst í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi 22 ára leikmaður var keyptur til Manchester City í sumar og skoraði níu mörk í ágúst. City tapaði ekki leik í mánuðinum.
„Ég er í skýjunum með að vinna þessi verðlaun í fyrsta sinn. Þetta var ótrúleg byrjun hjá liðinu á tímabilinu og ég er þakklátur öllum þeim sem kusu," segir Haaland.
Stjóri mánaðarins er Mikel Arteta, stjóri Arsenal. Liðið vann alla fimm leiki sína í ágúst og trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Sjá einnig: Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
|