sun 18.sep 2022
Lampard um Maupay: Þetta er það sem okkur hefur vantað
Neal Maupay

Neal Maupay var hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í sigri á West Ham í dag.Þetta var fyrsta mark Maupay fyrir Everton í öðrum leik sínum eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Brighton í sumar. Þetta var einnig fyrsti sigur Everton á tímabilinu en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð fyrir leikinn í dag.

Liðinu hefur sárvantað markaskorara þar sem Dominic Calvert-Lewin hefur verið frá vegna meiðsla. Frank Lampard stjóri Everton var mjög ánægður með Maupay í dag.

„Frábært mark, týpískt markaskorara mark. Það er ekki auðvelt að fá svona fasta sendingu og ná völdum á boltanum og ná skoti svona fljótt," sagði Lampard.

„Þetta er það sem okkur hefur vantað. Við vorum með vængmenn fremst, það gekk ágætlega en við þurftum framherja í kringum markið sem gat breytt leiknum fyrir okkur. VIð hefðum mögulega gert jafntefli í dag án hans."