þri 20.sep 2022
Ætlar að sjá til þess að hann missi ekki af öðru stórmóti

James Ward-Prowse var ekki valinn í enska landsliðshópinn sem fór á EM í fyrra og endaði í 2. sæti eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu.Ward-Prowse var valinn í stórann hóp hjá Gareth Southgate fyrir EM en var svo einn þeirra sem komst ekki í lokahópinn.

„Það var erfitt að sætta sig við það. Það var erfitt að átta sig á því hvar ég stæði en ég nýtti þetta sem innblástur til að vinna harðar að mér og sjá til þess að ég missi ekki af öðru," sagði Ward-Prowse.

Ward-Prowse er í landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni í vikunni.