þri 20.sep 2022
Kristian segir nýja stjórann ekki ólíkan Ten Hag
Erik ten Hag og Antony.
Kristian Nökkvi Hlynsson, einn efnilegasti leikmaður landsins, er á mála hjá hollenska stórliðinu Ajax.

Krstian, sem er einungis 18 ára gamall, spilar með varaliðinu í B-deildinni en hefur verið viðloðandi aðalliðið, bæði á síðustu leiktíð og á yfirstandandi tímabil.

Á síðustu leiktíð stýrði Erik ten Hag liði Ajax en hann fór til Manchester United í sumar og tók Alfred Schreuder við af honum. Kristian segir að þeir séu svipaðir þjálfarar.

„Ég myndi segja að þeir séu mjög líkir, hvernig þeir spila og stilla upp liðinu. Þeir eru mjög líkir," sagði Kristian.

Ten Hag tók tvo leikmenn með sér frá Ajax til Manchester United í sumar; brasilíska kantmanninn Antony og argentínska miðvörðinn Lisandro Martinez.

„Martinez er búinn að vera mjög sterkur á tímabilinu. Antony er nýr en hann skoraði í fyrsta leiknum. Þeir verða bara góðir," sagði Kristian Nökkvi um þá tvo.