mið 21.sep 2022
Lewandowski með úkraínskt fyrirliðaband á HM
Robert Lewandowski, fyrirliði pólska landsliðsins, verður með úkraínskt fyrirliðaband á HM í Katar síðar á þessu ári.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði innrás inn í Úkraínu í febrúar og hefur stríðið nú staðið yfir í níu mánuði.

Lewandowski var með fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu í leik með Bayern München á síðustu leiktíð og hann mun einnig skarta því á HM í Katar.

Pólland mun halda áfram að sýna Úkraínumönnum stuðning en Lewandowski tjáði sig stuttlega um þetta á Twitter.

„Takk Andryi Shevchenko. Það var ánægjulegt að hitta þig og það er algjör heiður að bera þetta band í fánalitum Úkraínu," sagði Lewandowski.