þri 20.sep 2022
Fékk aldrei að vita af hverju Arsenal dró samningstilboðið til baka
Aaron Ramsey
Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey segist ekki enn hafa fengið svör um það af hverju Arsenal dró til baka samningstilboð fyrir þremur árum.

Arsenal bauð Ramsey nýjan samning fyrir þremur árum og var hann við það að framlengja samning sinn við félagið, en skyndilega hvarf það tilboð.

Hann endaði á að ganga í raðir Juventus á frjálsri sölu um sumarið en hann Ramsey hefur ekki enn fengið svör hvað átti sér stað.

„Ég samþykkti samning sem Arsenal lagði til. Það var allt hljótt í nokkrar vikur. Ég sagði við umboðsmanninn minn að kýla á þetta og allt í einu var samningurinn ekki lengur til staðar," sagði Ramsey við Times.

„Það var mikið um breytingar þegar nýr stjóri kom. Ég skil þetta ekki enn og veit ekki enn hvað gerðist," sagði hann í lokin.

Ramsey spilar í dag með Nice í Frakklandi eftir þrjú erfið ár á Ítalíu.