mið 21.sep 2022
Pochettino færist nær Nice
Mauricio Pochettino
Argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino færist nær því að taka við Nice í Frakklandi en þetta skrifa franskir fjölmiðlar í kvöld.

Pochettino var rekinn frá Paris Saint-Germain í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í eitt og hálft ár.

Í morgun var greint frá því að þjálfarinn væri á leið á fund með Nice og gekk sá fundur afar vel.

Samkvæmt frönsku miðlunum er Nice að undirbúa samningaviðræður og má áætla að hann verði nýr þjálfari liðsins áður en landsleikjatörnin klárast.

Lucien Favre tók við liðinu í sumar eftir að Christophe Galtier fór til Paris Saint-Germain. Nice er í 13. sæti með 8 stig eftir 8 leiki en mun væntanlega fá sparkið á næstu dögum.