mið 21.sep 2022
U19: Ísland skoraði þrjú gegn Noregi í seinni hálfleik
Hilmir Rafn Mikaelsson frá Hvammstanga kom Íslandi á bragðið.
U19 landslið karla mætti Noregi í vináttuleik í dag en leikið var í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik komu öll fjögur mörkin.

Ísland vann 3-1 sigur, komst þremur mörkum yfir áður en Noregur náði að minnka muninn með sárabótamarki í lokin.

Hilmir Rafn Mikaelsson, sem er hjá Venezia á Ítalíu, kom Íslandi yfir beint úr aukaspyrnu. Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, tvöfaldaði forystuna með smekklegu marki og það var svo Bjarni Guðjón Brynjólfsson, leikmaður Þórs, sem skoraði þriðja markið eftir stoðsendingu Arnars Núma Gíslasonar.

Ísland mætir svo Svíþjóð í öðrum vináttulandsleik á laugardag kl. 13:00 og fer sá leikur fram á Rudevi í Asebro.