mið 21.sep 2022
„Juventus missti af gullnu tækifæri"

Juventus hefur byrjað tímabilið afar illa en liðið er aðeins með 10 stig í 8. sæti Serie A eftir sjö umferðir. Þá er liðið án stiga eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni.Massimo Allegri stjóri Juventus er undir mikilli pressu.

Carlo Nicolini aðstoðar framkvæmdarstjóri Shakhtar Donetsk greinir frá því að hann hafi stungið uppá því að Juventus skyldi ráða Roberto De Zerbi en hann er nú tekinn við Brighton.

„Það kom ekkert tilboð [frá ítalíu]. Ég benti Juventus á De Zerbi en svo kom Brighton með spennandi tilboð. Juventus missti af gullnu tækifæri, þetta hefði verið rétti tíminn að ráða hann," sagði Nicolini.