mið 21.sep 2022
Trent: Ég er minn helsti gagnrýnandi

Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool er einn besti sóknarbakvörður í heiminum í dag en hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir varnarleikinn.Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir varnarleikinn sérstaklega á þessu tímabili, bæði gegn Manchester United og Fulham þar sem Aleksandr MItrovic skoraði eftir að hafa unnið Trent í loftinu.

„Ég hef lært það sem ég þarf að læra af því og búið mál," sagði Trent um markið gegn Fulham.

„Ég er minn helsti gagnrýnandi hvort sem er, svo það skiptir engu máli hvað fólk segir um mig, ég mun alltaf geta dæmt um það hvort það sé rétt eða rangt. Ég hef náð að sía út það sem ég hlusta á."

Trent er í enka landsliðshópnum sem mætir mætir Evrópumeisturum Ítalíu í Mílanó á föstudag og Þýskalandi á Wembley á mánudag.