mið 21.sep 2022
Botman hafnaði landsliðssæti - Þjálfarinn svekktur

Sven Botman varnarmaður Newcastle var ekki valinn í leikmannahóp hollenska landsliðið fyrir verkefni vikunnar. Þjálfari u21 árs liðsins vildi hins vegar fá hann.Þessi 22 ára gamli miðvörður hafnaði því tilboði hins vegar til að einbeita sér að Newcastle.

„Ég hringdi í hann og við spjölluðum um þetta. Ég sætti mig við hans ákvörðun en ég skil hann ekki. Það er öllum frjálst a ðkoma hingað en ég var vonsvikinn með þessa tilkynningu," sagði Erwin van de Looi þjálfari u21 árs landslið Hollands.

„Við erum að undirbúa okkur fyrir EM (næsta sumar), þá viltu hafa alla hérna. Þú vilt líka að allir vilji koma en ef þeir vilja það ekki þá vilja þeir það ekki."

Botman hefur leikið fimm leiki fyrir Newcastle en liðið er án taps með hann innanborðs.