mið 21.sep 2022
Faðir Henderson hræddur við að fara á HM í Katar
Jordan Henderson ásamt föður sínum Brian Henderson

Aðstandendur enskra landsliðsmanna eru hættir að fylgja þeim eftir að hafa lent í tveimur hræðilegum atvikum á stuttum tíma.Fyrir úrslitaleik EM í fyrra milli Englands og Ítalíu á Wembley urðu mikil læti þar sem þúsundir stuðningsmanna ruddust inná völlinn án þess að vera með miða.

Eftir þá lífsreynslu eru fjölskyldumeðlimir Eric Dier leikmanns Tottenham hættir að fylgja honum á leiki.

Þá segist faðir Jordan Henderson vera hræddur við að fara á HM í Katar þar sem allt sauð uppúr á leik Liverpool og Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París í fyrra.

„Þegar það fer að styttast í þetta verður meiri gæsla sem mun láta fólkið verða öruggara í Katar. En þegar þú hefur lent í svona veltiru fyrir þér hvort það sé þess virði að taka áhættuna. Við verðum að sjá til þegar nær dregur," sagði Jordan Henderson.

Leiknum seinkaði þar sem lögreglan í París hélt fólki fyrir utan völlinn en skipuleggjendur kenndu stuðningsmönnunum um að hafa mætt of seint.