fim 22.sep 2022
Gunnhildur byrjaði í fjórða tapi Orlando í röð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Orlando Pride sem fékk North Carolina Courage í heimsókn. Þetta byrjaði illa fyrir Orlando þar sem liðið lenti undir eftir aðeins tveggja mínútna leik. Vont versnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins þegar Tess Boade tvöfaldaði forystu Courage.

Gestirnir gerðu út um leikinn þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 lokatölur.

Liðið hefur nú tapað fjórum leikjum í röð en þar á undan hafði liðið ekki tapað í sjö leikjum í röð. Liðið er með 21 stig í 20 leik.