fim 22.sep 2022
Styrktaraðili West Ham sektaður um 400 þúsund pund
Merki BetWay er framan á treyjum West Ham

Betway, aðal styrktaraðili West Ham hefur fengið 400 þúsund punda sekt fyrir að auglýsa á hluta af heimasíðu félagsins sem er ætlað börnum.

Auglýsingin birtist á síðu þar sem hægt var að prenta út mynd af bangsa til að lita.„Félagið kom nýrri heimasíðu á laggirnar í mars 2022, hún er með öflugt kerfi sem kemur í veg fyrir tæknileg vandamál eins og þessi," sagði talsmaður West Ham.

Þetta atvik ýtir undir þá skoðun sem margir hafa, að banna veðmálafyrirtæki alfarið í tengslum við fótbolta.