fim 22.sep 2022
Ísland í dag - Ísland mætir Venesúela í Austurríki
Aron Einar á æfingu í Vín

Íslenska landsliðið mætir Vensúela í æfingaleik í dag. Leikurinn fer fram í Austurríki.„Það verður alls engin tilraunastarfsemi í leiknum á móti Venesúela, við erum með góða mynd af því hvernig sjáum hlutina, hvar við stöndum. Við erum búnir að spila marga leiki þetta árið og höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum og höldum áfram að vinna í þeim. Á móti Venesúela snýst þetta líka um að stýra álaginu, ákveðnir leikmenn þurfa 90 mínútur, aðrir þurfa kannski eitthvað minna," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um þennan leik.

Tveir úr 'gamla bandinu' gætu spilað sinn fyrsta leik fyrir landsliðið í langan tíma. Þ.e. Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson.

Ísland hefur aldrei mætt Venesúela áður.

Aðal verkefnið er síðan leikur við Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar sem fer fram í Tirana þriðjudaginn 27. september og gæti endað sem úrslitaleikur um sæti í A-deildinni.