fim 22.sep 2022
Tonali spilar ekki gegn Englandi
Sandro Tonali.
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Sandro Tonali geti ekki tekið þátt í landsleik Ítalíu gegn Englandi í Þjóðadeildinni á morgun vegna meiðsla.

Þessi miðjumaður AC Milan á við vöðvameiðsli að stríða en hann var að glíma við þau þegar hann kom til móts við landsliðið á mánudag. Hann æfði ekki með liðinu í morgun.

Þá er ólíklegt að hann geti spilað gegn Ungverjalandi á mánudag.

Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítalíu situr fyrir svörum á fréttamananfundi í dag.