fim 22.sep 2022
Þjóðadeildin í dag - Komast Frakkar úr botnsætinu?
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Þjóðadeildin er komin af stað aftur og í kvöld verða fjórir leikir í A-deild keppninnar.

Danmörk er í efsta sæti riðils-1 nú þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið er með 9 stig og mætir Króatíu sem er með 7 stig í öðru sæti.

Austurríki er í þriðja sæti með 4 stig en á botninum sitja heimsmeistarar Frakkland með 2 stig. Meiðsli hafa herjað á Frakka og spurning hvort þeir nái að koma sér upp úr neðsta sætinu.

Í riðli-4 er Holland á toppnum með 10 stig en liðið heimsækir Pólland sem er með 4 stig. Belgía er í öðru sæti riðilsins með 7 stig og mætir Wales sem er á botninum með 1 stig.

fimmtudagur 22. september

A-deildin - Riðill 1
18:45 Króatía - Danmörk
18:45 Frakkland - Austurríki

A-deildin - Riðill 4
18:45 Belgía - Wales
18:45 Pólland - Holland

C-deildin
14:00 Kasakstan - Hvíta Rússland
18:45 Litháen - Færeyjar
18:45 Tyrkland - Luxembourg
18:45 Slóvakía - Azerbaijan

D-deildin
16:00 Lettland - Moldova
18:45 Liechtenstein - Andorra