fim 22.sep 2022
Landsliðshópurinn - Karólína ekki með í leiknum mikilvæga
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Agla María snýr aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Búið er að opinbera landsliðshópinn fyrir leikinn sem Ísland spilar í umspilinu fyrir HM.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, er ekki í hópnum vegna meiðsla.

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem varð fyrir meiðslum í upphitun með Juventus á dögunum, er í hópnum.

Það er ein breyting frá því hópnum sem var út í Hollandi. Agla María Albertsdóttir er búin að jafna sig af meiðslum og kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er hætt.

Markverðir:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (ÍBV)
Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þróttur R.)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)

Varnarmenn:
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
Guðný Árnadóttir (AC Milan)
Guðrún Arnardóttir (Rosengård)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga)

Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir (Fiorentina)
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Orlando Pride)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Juventus)
Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)

Framherjar:
Amanda Andradóttir (Kristianstad)
Agla María Albertsdóttir (Häcken)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (PSG)
Elín Metta Jensen (Valur)
Hlín Eiríksdóttir (Piteå)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Brann
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg)