fim 22.sep 2022
Shakira segist hafa fórnað öllu fyrir Pique
Shakira og Gerard Pique
Kólumbíska söngkonan Shakira segist hafa fórnað öllu svo Gerard Pique gæti spilað áfram fyrir Barcelona á Spáni.

Shakira og Pique opinberuðu ástarsamband sitt árið 2011 en þau kynntust í gegnum vinnu við HM í Suður-Afríku árið áður.

Hún flutti lag mótsins á meðan Pique spilaði þar með Spánverjum og vann síðan mótið.

Parið hætti saman í sumar eftir að hún komst að framhjáhaldi spænska leikmannsins en hún ræddi við tímaritið Elle um samband þeirra.

„Hann vildi spila fótbolta og vinna titla og ég þurfti að sýna honum stuðning í því. Ég meina, annað okkar þurfti að fórna einhverju ekki satt? Annað hvort myndi hann hætta að spila fyrir Barcelona og flytja með mér til Bandaríkjanna, þar sem ferill minn liggur, eða ég þyrfti að vera áfram í Barcelona."

„Því þurfti annað okkar að gera þetta og fórna. Það var mitt hlutverk og lagði ég því minn feril til hliðar og kom til Spánar, til að sýna honum stuðning svo hann gæti spilað fótbolta og unnið titla. Þetta var fórn fyrir ástina. Börnin gátu því verið með móður sína og ég gat myndað þessi yndislegu tengsl við þau sem heldur okkur saman og sem er ekki hægt að brjóta. Það var þannig og eina sem ég get sagt um þetta,"
sagði Shakira.