fös 23.sep 2022
Eiður Smári og Venni með leiksigur í auglýsingu - Hefja daginn saman
Annan laugardag, 1. október, verður bikarúrslitaleikur FH og Víkings á dagskrá. FH-ingar hafa átt erfitt tímabil en eru hinsvegar komnir í þennan stærsta leik ársins.

FH frumsýndi í morgun auglýsingu fyrir leikinn en þjálfarateymi liðsins vinnur þar leiksigur. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson hafa vakið athygli fyrir klæðnað sinn á hliðarlínunni og er gert góðlátlegt grín að honum í auglýsingunni.

Hér má sjá auglýsinguna skemmtilegu, svo er bara að tryggja sér miða á sjálfan úrslitaleikinn.