lau 24.sep 2022
[email protected]
Róbert skoðar stöðuna í janúar - „Ætla ekki að vera þolinmóður alla mína ævi"
 |
Róbert Orri Þorkelsson |
Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Montreal í Kanada, hefur lítið fengið að spila með liðinu frá því hann kom frá Breiðabliki.
Varnarmaðurinn öflugi samdi við Montreal í júlí á síðasta ári en spilaði ekki fyrsta leik sinn í MLS-deildinni fyrr en í mars á þessu ári.
Hann hefur samtals spilað 10 leiki í deildinni en ekki enn byrjað leik og er aðeins með 128 mínútur í þessum leikjum.
Róbert ætlar að fara yfir stöðuna í janúar en hann er samningsbundinn liðinu út næsta ár.
„Bara allt í lagi. Ég væri til í að vera spila meira en ég þarf að vera þolinmóður og sjá hvað gerist í janúar. Það er gott að fá 90 mínútur núna og hef ekki gert það síðan í síðasta glugga og sáttur með að fá þessa leiki," sagði Róbert, en er hann að íhuga að yfirgefa félagið?
„Neinei, ekki eins og er, en ég ætla ekki að vera þolinmóður alla mína ævi," sagði Róbert við Fótbolta.net.
|