lau 24.sep 2022
[email protected]
Æfingaleikir: Messi með tvennu - Síle og Bandaríkin töpuðu
 |
 |
Mynd: Getty Images
|
 |
Mynd: Getty Images
|
 |
Mynd: Getty Images
|
Það var eitthvað um æfingalandsleiki í gær þar sem Lionel Messi skoraði tvennu í góðum sigri Argentínu gegn Hondúras er liðin mættust í Miami.
Lautaro Martinez skoraði einnig í sigrinum og var nafni hans Lisandro í byrjunarliðinu ásamt Giovani Lo Celso. Julian Alvarez, leikmaður Manchester City, kom inn af bekknum fyrir Lautaro í leikhlé. Þá fékk Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, að spila síðustu 20 mínúturnar. Argentína sigraði gegn Hondúras í nótt en fyrr í gærkvöldi tapaði Síle gegn Marokkó er liðin mættust á Spáni. Marokkó verðskuldaði sigurinn þar sem Abdelhamid Sabiri, leikmaður Sampdoria, tryggði hann með marki eftir góðan undirbúning frá Amine Harit, sem er á láni hjá Marseille. Úrúgvæ tapaði þá óvænt gegn Íran er liðin mættust í Austurríki á meðan Paragvæ lagði Sameinuðu arabísku Furstadæmin að velli og Ekvador gerði jafntefli við Sádí-Arabíu. Kamerún tapaði óvænt gegn Úsbekistan og þá skoruðu úrvalsdeildarmennirnir Hwang Hee-chan og Son Heung-min í 2-2 jafntefli Suður-Kóreu gegn Kosta Ríka. Að lokum töpuðu Bandaríkin fyrir Japönum á meðan Kanada sigraði Katar í undirbúningsleik Katara fyrir HM í heimalandinu. Bandaríkin áttu einstaklega slakan leik gegn Japan þar sem Japanir voru óheppnir að sigra ekki stærra. Argentína 3 - 0 Hondúras 1-0 Lautaro Martinez ('16) 2-0 Lionel Messi ('45, víti) 3-0 Lionel Messi ('69) Marokkó 2 - 0 Síle 1-0 Sofiane Boufal ('66, víti) 2-0 Abdelhamid Sabiri ('78) Úrúgvæ 0 - 1 Íran 0-1 M. Taremi ('79) Suður-Kórea 2 - 2 Kosta Ríka 1-0 Hwang Hee-chan ('28) 1-1 Jewison Bennette ('41) 1-2 Jewison Bennette ('63) 2-2 Son Heung-min ('85) Rautt spjald: E. Alvarado, Kosta Ríka ('80) Japan 2 - 0 Bandaríkin 1-0 D. Kamada ('24) 2-0 K. Mitoma ('88) Kanada 2 - 0 Katar 1-0 Cyle Larin ('4) 2-0 Jonathan David ('13) Írak 1 - 1 Óman Kamerún 0 - 2 Úsbekistan Paragvæ 1 - 0 Sameinuðu arabísku Furstadæmin Sádí-Arabía 0 - 0 Ekvador Malí 1 - 0 Sambía Alsír 1 - 0 Gínea Jórdanía 2 - 0 Sýrland Eþíópía 1 - 1 Súdan
|