sun 25.sep 2022
Manolas gengur til liðs við Alcacer og Pjanic hjá Sharjah FC (Staðfest)
Lorenzo Insigne og Manolas eru báðir farnir frá Napoli.

Sharjah FC ætlar sér stóra hluti í efstu deild Sameinuðu arabísku Furstadæmanna eftir að hafa endað í öðru sæti á síðustu leiktíð.Félagið er með flottan leikmannahóp og var að bæta gríska miðverðinum Kostas Manolas við.

Manolas er 31 árs gamall og er keyptur til Sharjah frá Olympiakos í Grikklandi. Þar áður var hann mikilvægur hlekkur í varnarlínu Napoli og fyrir það var hann byrjunarliðsmaður hjá AS Roma.

Hjá Sharjah mun Manolas spila með Paco Alcacer og Miralem Pjanic en Brasilíumennirnir Caio Lucas, Caio Rosa, Marcus Meloni og Luanzinho eru einnig hjá félaginu.

Sharjah býst við að vera í titilbaráttu við Al Ain á leiktíðinni. Al Ain eru ríkjandi meistarar og kræktu sér í Andriy Yarmolenko í sumar.