sun 25.sep 2022
Vináttulandsleikir: Lozano og Sinisterra skoruðu í sigrum
Mynd: EPA

Mynd: Getty Images

Það fóru nokkrir æfingalandsleikir fram í dag og í nótt þar sem HM-fararnir Mexíkó og Ástralía unnu gegn Perú og Nýja-Sjálandi.Hirving Lozano gerði eina mark leiksins er Mexíkó sigraði Perú í Kalíforníu. Lozano skoraði í bragðdaufum leik sem einkenndist af miklu miðjumoði. Perú tókst ekki að tryggja sér sæti á HM í Katar.

Mitchell Duke og Jason Cummings sáu um markaskorunina í sigri Ástralíu í grannaslag í Nýja-Sjálandi. 

Mexíkó er í riðli með Argentínu, Sádí-Arabíu og Póllandi á meðan Ástralía er með Frakklandi, Danmörku og Túnis.

Perú 0 - 1 Mexíkó
0-1 Hirving Lozano ('85)

Nýja-Sjáland 0 - 2 Ástralía
0-1 Mitchell Duke ('54)
0-2 Jason Cummings ('80, víti)

Luis Sinisterra, nýr leikmaður Leeds United, skoraði þá í góðum sigri Kólumbíu gegn Gvatemala.

James Rodriguez, fyrrum leikmaður Everton og Real Madrid, komst einnig á blað áður en varamennirnir Rafael Borre og Yaser Asprilla innsigluðu sigurinn.

Kólumbía missti óvænt af sæti á HM í Katar þar sem liðið fékk 23 stig úr 18 umferðum. Perú endaði með 24 stig og tapaði gegn Ástralíu í umspilsleik um sæti á HM. Ekvador endaði með 26 stig og tryggði sér þá sæti beint á HM.

Kólumbía 4 - 1 Gvatemala
1-0 James Rodriguez ('40)
2-0 Luis Sinisterra ('57)
3-0 Rafael Borre ('76)
4-0 Yaser Asprilla ('89)
4-1 O. Santis ('90)

Að lokum tók Taíland á móti Trínidad og Tóbagó í æfingamóti í Taílandi og vann 2-1.

Channarong Promsrikaew skoraði og lagði upp í sigrinum, hann er 21 árs gamall og hefur spilað í spænsku D-deildinni.

Heimamenn í Taílandi tryggðu sér þannig bronsverðlaunin á æfingamótinu en síðar í dag fer úrslitaleikurinn fram. Þar eigast Malasía og Tadsíkistan við.

Taíland 2 - 1 Trínidad og Tóbagó