þri 27.sep 2022
[email protected]
Luis Enrique: Stærri og þekktari nöfn í Portúgal
Luis Enrique, fyrrum leikmaður Real Madrid og Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Spánar, er spenntur fyrir úrslitaleik kvöldsins gegn Portúgal.
Spánn þarf sigur til að enda í toppsæti síns riðils í Þjóðadeildinni þar sem Portúgal leiðir með tveggja stiga forystu eftir óvænt tap Spánverja á heimavelli gegn Sviss á laugardaginn. Enrique var spurður út í hversu sterkt hann teldi portúgalska liðið vera og talaði ekki undir rós. „Með fullri virðingu fyrir leikmannahópi spænska landsliðsins þá eru stærri og þekktari nöfn í portúgalska hópnum. Leikmenn sem eru byrjunarliðsmenn hjá topp liðum í Úrvalsdeildinni, La Liga og helstu deildum," sagði Enrique á fréttamannafundi í gær samkvæmt Cabine Desportiva. „Þeir flytja gríðarlegt magn leikmanna úr landi og það er mjög áhugavert að fylgjast með hversu langt þeir geta náð."
|