þri 27.sep 2022
Upp fyrir nágranna sína í fyrsta sinn síðan í áttundu umferð
Stjarnan er í öðru sæti.
Stjarnan er í Meistaradeildarsæti þegar ein umferð er eftir í Bestu deild kvenna þetta sumarið.

Stjörnukonur nýttu sér tap Blika gegn Selfossi á sunnudag og lyftu sér upp í annað sætið með stórgóðum sigri á Þór/KA í Boganum á Akureyri í gærkvöldi.

Þetta er í annað sinn í sumar þar sem Stjarnan er í öðru sæti eftir heila umferð í Bestu deild kvenna. Síðast var liðið samt í þessari stöðu eftir áttundu umferðina.

Þetta er gríðarlega súrt fyrir Blika en Stjarnan hefur gert vel í því að setja pressu á nágranna sína.

Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram næsta laugardag og er allt ráðið fyrir hana, nema með annað sætið sem gefur þáttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári.

Stjarnan, sem mætir Keflavík í lokaumferðinni, er að toppa á hárréttum tíma.

laugardagur 1. október
14:00 KR-Þór/KA (Meistaravellir)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)