þri 27.sep 2022
Pochettino næsti landsliðsþjálfari Englands?
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino er sagður ætla að sækjast eftir því að taka við sem landsliðsþjálfari Englands ef Gareth Southgate stígur frá borði eftir HM í Katar.

Það er talið líklegt að mótið í Katar verði það síðasta hjá Southgate, en auðvitað veltur það mikið á árangri liðsins á mótinu.

Telegraph segir frá því í dag að hafi verið að mæta á landsleiki Englands að undanförnu.

Hann var í stúkunni í gær þegar England gerði 3-3 jafntefli á móti Þýskalandi.

Pochettino, sem er Argentínumaður, væri svo sannarlega áhugaverður kostur ef starfið losnar. Hann var síðast stjóri Paris Saint-Germain og þá er hann fyrrum stjóri Tottenham, en þar náði hann eftirtektarverðum árangri.