þri 27.sep 2022
[email protected]
Vill ekki sjá Mings nálægt landsliðinu - „Hann er hræðilegur"
 |
Tyrone Mings. |
Danny Mills, fyrrum landsliðsmaður Englands, vill ekki sjá Tyrone Mings nálægt enska landsliðinu.
Hinn 29 ára gamli Mings hefur farið erfiðlega af stað með Aston Villa á þessari leiktíð og komst hann ekki í leikmannahóp Englands fyrir síðasta verkefni.
John Stones meiddist í leik gegn Þýskalandi í gær og það er hugsanlegt að Gareth Southgate muni horfa til Mings ef Stones verður lengi frá, en hann hefur oft valið Mings í landsliðið.
Það var rætt um það á Talksport hvort Mings gæti komið aftur inn í hópinn en Mills vill ekki sjá það gerast. Þegar hann var spurður af hverju þá sagði hann einfaldlega:
„Af því að hann er hræðilegur." HM í Katar hefst í nóvember, en Englendingar þykja ekki líklegir til afreka í ljósi spilamennsku liðsins upp á síðkastið.
|