mið 28.sep 2022
Modric frá næstu vikurnar - Vonandi klár fyrir El Clasico

Luka Modric leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins meiddist á mjöðm í landslseikjahléinu og er gert ráð fyrir að hann verði frá næstu tvær vikurnar.Modric skoraði eitt mark í leikjunum gegn Austurríki og Danmörku í Þjóðadeildinni í vikunni en Króatía tryggði sér sæti í úrslitakeppni A deildarinnar.

Þessi 37 ára gamli miðjumaður missir væntanlega af næstu fjórum leikjum Real Madrid, tveir í Meistaradeildinni og tveir í spænsku deildinni.

Real Madrid fær Barcelona í heimsókn þann 16 október og vonast menn til þess að Modric verði klár í slaginn fyrir El Clasico.