fim 29.sep 2022
Ramsay mætti á fyrstu æfinguna sína hjá Liverpool
Ramsay í baráttunni gegn Breiðablik í fyrra

Calvin Ramsay gekk til liðs við Liverpool í sumar en hann hefur ekkert getað æft með liðinu frá því hann kom vegna meiðsla.Hann mætti á sína fyrstu æfingu á dögunum en þessi 19 ára gamli Skoti gekk til liðs við félagið frá Aberdeen í sumar. Hann var fenginn til að keppa við Trent Alexander-Arnold um hægri bakvarðarstöðuna.

Ramsay á 39 leiki að baki með Aberdeen og þá hefur hann leikið 3 leiki með u21 árs landsliði Skotlands.

„Calvin er einn spennandi ungur leikmaður svo við erum mjög ánægð. Hann er gríðarlega efnilegur, hann er aðeins átján ára en verður nítján bráðum og hefur leikið slatta af leikjum fyrir varnarmann á hans aldri," sagði Jurgen Klopp um Ramsay.