fös 30.sep 2022
Eiður spenntur að mæta Arnóri - „Verður enn bróðir minn eftir leik"
Arnór Borg

FH og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun. Fótbolti.net spjallaði við Eið Smára Guðjonsen þjálfara FH fyrir leikinn.Arnór Borg Guðjonsen bróðir Eiðs er í Víkingi en Eiður var spurður út í það hvernig það verður að mæta honum.

„Hann verður ennþá bróðir minn eftir leik, það breytist ekkert. Þegar það kemur að leikjum þegar við erum andstæðingar erum við bara andstæðingar á þeim degi svo heldur lífið bara áfram. Ég er ekkert viss um að ég vilji að hann skori nema við vinnum þá má hann skora," sagði Eiður.

Arnór gekk til liðs við Víking í vetur en hann hefur verið að kljást við meiðsli. Hann hefur aðeins spilað sex leiki í sumar. Hvernig hefur verið að sjá hann koma loks til baka eftir erfið meiðsli?

„Það hefur verið frábært. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá honum, að færa sig yfir í Víking og hefur ekki verið heill heilsu til að sýna hvað í honum býr. Það er frábært að hann sé kominn á gott ról og ég er nokkuð viss um að hann muni blómstra þarna á næstu árum."

Leikurinn á laugardaginn hefst kl 16 og verður í beinni textalýsingu á fótbolta.net