fös 30.sep 2022
Redknapp: Alexander-Arnold getur spilað á kantinum

Trent Alexander-Arnold leikmaður Liverpool og enska landsliðsins hefur verið harðlega gagnrýndur á þessari leiktíð fyrir varnarleik sinn með Liverpool.Þá valdi Southgate hann ekki í landsliðshópinn fyrir leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í vikunni.

Vangaveltur eru um hvort hann verði í hópnum á HM en Harry Redknapp fyrrum stjóri í úrvalsdeildinni segir að hann ætti að vera í hópnum.

„Við erum sterkir í hægri bakverðinum. Hann gæti spilað aðra stöðu, hann er með hæfileikana til að spila framar. Hann gæti spilað á miðjunni eða á hægri kanti," sagði Redknapp.