fös 30.sep 2022
[email protected]
Eru að eltast við besta leikmann andstæðingsins fyrir leikinn í kvöld
 |
Florian Wirtz. |
Það er einn leikur í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Bayern München og Bayer Leverkusen eigast við.
Í þýskum fjölmiðlum er stærsta saga dagsins sú að Bayern er búið að setja besta leikmann Bayer Leverkusen efstan á óskalista sinn fyrir næsta sumar.
Hinn 19 ára gamli Florian Wirtz er einn efnilegasti leikmaður heims og Bayern vill kaupa hann.
Wirtz, sem er nú þegar orðinn A-landsliðsmaður hjá Þýskalandi, hefur spilað stórt hlutverk hjá Leverkusen síðustu ár.
Wirtz er sagður mjög spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara til Bayern, en hann mun ekki spila í kvöld þar sem hann er með slitið krossband.
|