fös 30.sep 2022
Sveindís með tvennu og stoðsendingu af bekknum
Mynd: Getty Images

Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn af bekknum í stórleik Wolfsburg gegn Bayer Leverkusen í þýsku deildinni sem var að ljúka og átti svakalega innkomu. Sveindís kom inn á 66. mínútu í stöðunni 3-1 og var búin að gefa stoðsendingu og skora tvennu innan við tíu mínútum síðar.

Sveindís gerði algjörlega út um leikinn með innkomu sinni þar sem hún breytti stöðunni úr 3-1 í 6-1 og er Wolfsburg með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Leverkusen er í öðru sæti með sex stig.

Wolfsburg 6 - 1 Leverkusen
1-0 Jill Roord ('13)
2-0 Ewa Pajor ('28)
2-1 Jill Bayings ('30, víti)
3-1 Lena Oberdorf ('56)
4-1 Felicitas Rauch ('72)
5-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('74)
6-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('75)

Anna Björk Kristjánsdóttir var þá á sínum stað er Inter lagði Como í efstu deild ítalska boltans.

Anna Björk lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í 1-3 sigri og er Inter á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir. 

Como 1 - 3 Inter
0-1 Elisa Polli ('12)
0-2 Tatiana Bonetti ('27, víti)
0-3 Elisa Polli ('40)
1-3 Giulia Rizzon ('45, víti)