fös 30.sep 2022
[email protected]
Þýskaland: Musiala fór á kostum í rústi gegn Leverkusen
 |
Musiala er kominn með fimm mörk og þrjár stoðsendingar í sjö deildarleikjum. |
FC Bayern 4 - 0 Leverkusen 1-0 Leroy Sane ('3) 2-0 Jamal Musiala ('17) 3-0 Sadio Mane ('39) 4-0 Thomas Müller ('84)
FC Bayern er komið aftur á sigurbraut í þýsku deildinni eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig úr síðustu fjórum leikjum. Bayern tók á móti Bayer Leverkusen í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og gjörsamlega rúllaði yfir gestina. Hinn efnilegi Jamal Musiala fór á kostum þar sem hann gaf tvær stoðsendingar og skoraði í fyrri hálfleik. Leroy Sane gerði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og setti Sadio Mane það þriðja fyrir leikhlé. Thomas Müller gerði út um viðureignina eftir markmannsmistök á lokakaflanum og er Bayern með 15 stig eftir 8 umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Union Berlin sem á leik til góða. Leverkusen hefur farið hörmulega af stað og er óvænt í fallsæti, með ekki nema fimm stig.
|