fös 30.sep 2022
Helstu meiðslapésar sögunnar hafa verið hjá Arsenal
Þetta var ekki óvanaleg sjón í leikjum Arsenal. Vantar börurnar.

The Pop Foot heldur úti ýmiskonar fótboltatölfræði og setti saman áhugaverðan lista yfir helstu meiðslapésa nútímaknattspyrnusögunnar.Á listanum má finna menn eins og Franck Ribery, Arjen Robben og brasilíska Ronaldo en Arsenal á heiðurinn á því að hafa átt flesta leikmenn á þessum lista.

Frægasta dæmið er eflaust franski miðjumaðurinn Abou Diaby sem þótti afburða hæfileikaríkur en gat lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla. Hann er meiddasti leikmaður fótboltasögunnar og missti í heildina af 1747 dögum vegna meiðsla. Það eru tæplega fimm ár.

Robben, sem lék aldrei fyrir Arsenal, er í öðru sæti listans eftir að hafa misst af 1507 dögum vegna meiðsla en Jack Wilshere kemur svo í þriðja sæti. Thomas Vermaelen, Tomas Rosicky, Danny Welbeck, Alex Oxlade-Chamberlain og Aaron Ramsey eru einnig á listanum. Í  heildina eru því sjö fyrrum leikmenn Arsenal á lista yfir 20 meiðslahrjáðustu leikmennina.

Manchester United á einnig nokkra leikmenn á listanum þar sem Giuseppe Rossi og Phil Jones eru í ellefta og tólfta sæti. Welbeck ólst upp hjá Rauðu djöflunum áður en hann skipti til Arsenal og þá er Radamel Falcao einnig á listanum en hann stoppaði stutt hjá Man Utd.

Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, er í fjórða sæti listans og má finna Ilkay Gündogan í nítjánda sæti.

Myndskýring: Frá vinstri er þetta dagafjöldi, leikjafjöldi og fjöldi meiðsla.