lau 01.okt 2022
Ísland í dag - Bikarúrslit og lokaumferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er nóg um að vera á lokaspretti íslenska fótboltasumarsins þar sem lokaumferð Bestu deildar kvennar fer fram í dag áður en FH spilar við ríkjandi tvöfalda bikarmeistara Víkings R. í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvelli.FH, sem er óvænt í botnbaráttu Bestu deildar karla, lagði KA í undanúrslitum. Víkingar reyna að vinna keppnina þriðja tímabilið í röð og hafa verið afar sannfærandi hingað til, með 21 mark skorað í fjórum leikjum. Fæstu mörkin komu í undanúrslitunum þegar Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann Breiðablik 0-3 á Kópavogsvelli.

FH gæti með sigri hér og slæmu gengi á lokaspretti deildartímabilsins orðið fyrsta lið sögunnar til að vinna Mjólkurbikarinn og falla um leið niður um deild.

Úrslitin í Bestu deildinni eru svo gott sem ráðin þar sem Valur er búinn að vinna deildina á meðan KR og Afturelding eru fallin.

Eina raunverulega spurningin snýst að öðru sætinu sem veitir þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Stjarnan hirti sætið af Breiðabliki í síðustu umferð þegar Kópavogskonur töpuðu á Selfossi á meðan Garðbæingar unnu sannfærandi sigur á Akureyri.

Stjarnan tekur á móti Keflavík í lokaumferðinni á meðan Blikar spila við Þrótt.

Mjólkurbikar karla
16:00 FH-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)

Besta-deild kvenna
14:00 KR-Þór/KA (Meistaravellir)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)