lau 01.okt 2022
Fótboltamaður handtekinn vegna mótmæla í Íran
Mahini er til hægri á myndinni.

Það ríkir mikil ólga í Íran þessa dagana þar sem íslamska ríkið sem er við stjórn í landinu berst við að halda mótmælum almennings niðri.Ríkisstjórnin tók internetið af þegnum landsins í vikunni og hafa margir verið særðir eða fangelsaðir í mótmælunum á meðan einhverjir hafa látist. 

Fótboltamenn hafa staðið upp og sýnt fólkinu í landinu stuðning en þeir eiga núna í hættu á að vera álitnir óvinir ríkisins. Til dæmis var húsi Ali Karimi, einni af helstu goðsgönum í fótboltasögu Íran, snúið á hvolf, á meðan fótboltamaðurinn Hossein Mahini var handtekinn ásamt fréttamanninum Niloufar Hamedi.

Þá hefur vakið mikla reiði í landinu að söngvarinn Shervin Hajipour var handtekinn fyrir að hafa sýnt mótmælendum stuðning.

Mahini, fótboltamaðurinn sem var handtekinn, er 36 ára gamall fyrrum landsliðsmaður.