lau 01.okt 2022
Þórhallur Ísak framlengir í Vogum

Þórhallur Ísak Guðmundsson, efnilegur markvörður Þróttar Vogum, er búinn að skrifa undir samning við félagið sem gildir næstu tvö ár.Hinn 23 ára gamli Þórhallur Ísak lék aðeins þrjá leiki í Lengjudeildinni í sumar en var svo lánaður til ÍH og lék þar sem aðalmarkvörður. 

Þórhallur er uppalinn hjá FH en gekk í raðir Vogamanna til að reyna að vinna sér inn byrjunarliðssæti sem hefur ekki gengið upp.

Hann á í heildina 20 keppnisleiki að baki fyrir Þrótt ef Lengjubikarinn er talinn með.