lau 01.okt 2022
Haaland íhugaði að fara til Liverpool en útilokaði Man Utd
Nkunku er á leið til Chelsea.
Mbappe vildi fá Rashford til PSG.
Mynd: Getty Images

Hér er komið að daglegum slúðurpakka dagsins í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum í dag.Christopher Nkunku 24 ára gamall framherji RB Leipzig hefur þegar gengist undir læknisskoðun hjá Chelsea og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Kaupverðið er 52 milljónir punda. (Bild)

Erling Haaland framherji Manchester City íhugaði að ganga til liðs við Liverpool í sumar en það kom aldrei til greina að hann færi til Man Utd. (Star)

Aston Villa íhugar að leita til Mauricio Pochettino eða Unai Emery ef Steven Gerrard verður látinn fara. (Football Insider)

Gabriel Jesus framherji Arsenal segir að hann hafi orðið að fá að komast frá spilamennsku Pep Guardiola hjá Man City og líði eins og hann sé frjáls þegar hann spilar fyrir Mikel Arteta. (ESPN)

Luis Capos íþróttastjóri PSG segir að félagið hafi gert mistök þegar samið var við bæði Neymar og Kylian Mbappe. (Mail)

Mbappe afhenti PSG fjögurra manna lista leikmanna sem hann vildi fá til félagsins í sumar. Einn af þeim sem voru á listanum var Marcus Rashford framherji Man Utd. (RMC Sport)

Juventus vill fá portúgalska hægri bakvörðinn Diogo Dalot þegar samningur hans við Man Utd rennur út næsta sumar. (Calciomercato)

Juventus vill líka fá vinstri bakvörðinn Jordi Alba frá Barcelona í janúar. (Sport)

Tottenham fylgist nú með James Maddison leikmanni Leicester sem sjálfur er talinn vilja skipta. (Football Insider)

Graham Potter stjóri Chelsea er tilbúinn að gefa Christian Pulisic tækkifæri til að sanna sig hjá félaginu áður en hann tekur ákvörðun um framtíð hans. (90min)

Potter hefur ekki heldur lokað á þann möguleika að Romelu Lukaku snúi aftur til Chelsea þegar lánssamningur hans við Inter Milan er úti. Hann mun taka samtalið í lok tímabilsins. (EPSN)