lau 01.okt 2022
Mun fleiri Víkingar búnir að kaupa miða en FH-ingar
Haraldur fagnar bikarmeistaratitlinum árið 2019 en þá vann Víkingur FH.

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag en þar mætast FH og Víkingur þetta árið.Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings greindi frá því á Twitter að þegar sé búið að selja 4400 miða á leikinn.

Þar af hafa stuðningsmenn Víkings keypt 2700 miða en stuðningsmenn FH 1700.

Hann segir að engin miðasala verði á vellinum heldur verði allir miðar seldir á miðasöluvefnum Tix.  Smelltu hér til að fara í miðasöluna

Haraldur segir einnig að Víkingar kaupi þrefalt fleiri miða en almennt á leiki liðsins í sumar en FH-ingar álíka mikið og gefur í skyn að eitthvað sé gruggugt við það enda bætir hann við aftan á færslu sína myllumerkinu „Verum honest" sem gæti verið þýtt sem „Verum heiðarleg". Hann útskýrir það þó ekki frekar.